Wednesday, March 25, 2009

A secret composer of the Icelandic Eurovision song "Is It True?"


Brand new article in today's issue of Frettabladid, the Icelandic newspaper with the largest circulation.

P.S. Special thanks to Magga!


Leynihöfundur að íslenska Eurovisionlaginu Is it True?

Þýðir textann yfir á rússnesku Tinatin vinnur nú hörðum höndum að því að þýða texta íslenska Eurovision-lagsins yfir á rússnesku og telur að það gæti heillað Rússa upp úr skónum.

Nafnið Tinatin Japaridze kemur sennilega flestum Íslendingum spánskt fyrir sjónir. En það tengist landi og þjóð með nokkrum sérstökum hætti. Því þessi georgíska poppstjarna sem alin er upp í Moskvu en býr nú í New York er einn þriggja höfunda að framlagi Íslands til Eurovision, Is it True? sem Jóhanna Guðrún flytur. Og Íslendingar hafa þarna náð töluverðu forskoti á önnur lönd með ögn skárri rússneskri tengingu en Rússalánið víðfræga. „Við reyndum að halda þessu leyndu enda vildum við að fólkið kynni að meta lagið en væri ekki að spá í einhverja pólitík. Það gekk eftir og ég get ekki beðið eftir að hitta Jóhönnu, Óskar og Chris í Moskvu,“ segir Tinatin í samtali við Fréttablaðið í gær.
Is it True? var upphaflega hugsað á plötu Tinatin sem hún vann með Óskari Páli og lagahöfundinum Christopher Neil í London fyrir nokkrum árum. Lagasmíðarnar gengu hins vegar það vel að lagið rataði ofan í skúffu þar sem það hálfpartinn gleymdist. „Síðan hafði Óskar samband við mig fyrir hálfu ári og spurði hvort það væri mér að sársaukalausu að senda lagið inn í Eurovision,“ útskýrir Tinatin sem fór í kjölfarið að fylgjast grannt með keppninni hérna heima í gegnum fartölvu sína í New York. „Óskar var alveg handviss um að það kæmist í gegnum sextán laga úrslitin en svo gæti brugðið til beggja vona á úrslitakvöldinu.“ Tinatin hélt því niðri í sér andanum þegar hún horfði á úrslitakvöldið og reyndi að skilja hvað var í gangi. „Ég skil auðvitað ekki stakt orð í íslensku og vissi því ekkert hvernig þetta fór fram. Fyrst hélt ég að við hefðum lent í öðru sæti og fannst það alveg frábært. Ég meira að segja vakti mömmu mína í Moskvu og sagði henni frá því. En svo varð náttúrulega allt brjálað þegar ég komst að því að við hefðum unnið og hvorki ég, Christopher né Óskar Páll vorum viðstödd,“ segir Tinatin.
Söngkonan er nú að vinna að því að þýða texta lagsins yfir á rússnesku ásamt landa sínum sem búsettur er í New York. Og hún hlakkar mikið til að koma til Moskvu og fá tækifæri til að taka þátt í Eurovision-ævintýri Íslendinga og hitta fjölskyldu sína sem þar er búsett. Tinatin hefur jafnframt mikla trú á Jóhönnu Guðrúnu. „Þegar maður er listamaður er maður mjög vandfýsinn á aðra listamenn. En að svona falleg stúlka geti sungið jafnvel er náttúrulega bara draumur.“ Og Tinatin telur að Íslendingar hafi alla burði til að heilla að minnsta kosti Rússa upp úr skónum ef ekki aðrar þjóðir. „Samband Íslands og Rússlands er mjög sérstakt og ég held að þetta eigi eftir að ganga mjög vel.“

freyrgigja@frettabladid.is


A secret composer of the Icelandic Eurovision song "Is it true?"

The name Tinatin Japaridze is most likely unknown to Icelanders but it connects to the nation and the country in a special way. This Georgian pop star who was raised in Moscow but now resides in New York is one of three composers of Iceland's entry in Eurovision, performed by Jóhanna Guðrún. And this way by, the Icelanders have made a better and stronger connection to Russia instead of the famous Russian financial loan.

"We tried to keep it secret and not make it a big deal so people would appreciate the song for what it is rather than start thinking about the politics. It worked and now I cannot wait to meet Jóhanna, Óskar and Chris in Moscow - in many ways my home where I spent most of my childhood," says Tinatin in an interview with Fréttablaðið yesterday.

"Is it true?" was originally written and recording for Tinatin's album which she made with Óskar Páll and songwriter/producer Christopher Neil in London several years ago. The song turned out really well but as it happens quite often in the music industry, the track was put away for a while and it practically forgotten. "Óskar contacted me 6 months ago and asked if he could submit it for the Eurovision pre-selection," explains Tinatin, who soon began to follow the Icelandic national final on her laptop in New York. "Óskar was positive the song would make it through the first round but I wasn't as sure about the finals." Tinatin kept her fingers crossed when she watched the final night and tried to understand what was happening on the screen. "Of course I didn't understand a word of Icelandic and had no idea how things were unfolding. At first I thought we came second and I was very happy about that. I even woke my mother up in Moscow to tell her. But of course when I realized we had actually won, it was quite amazing and insane too since none of us - neither Óskar, Chris nor I were at the finals," says Tinatin.

The singer/songwriter is now preparing on the Russian translation after contacting a Russian writer who also lives in New York to collaborate on the special version . She very much looks forward to going to Moscow and taking part in the Icelandic Eurovision-fairytale - and of course meet her family. Tinatin has a lot of faith in Jóhanna Guðrún. "When you're an artist, even more so than a writer, you become incredibly picky about other artists. But seeing such a beautiful girl who can really sing that well is of course rare and fantastic!" Tinatin believes that the Icelanders can charm the Russians as well as other nations."The connection between Iceland and Russia has become special over the years and somehow I think everything will go well."

freyrgigja@frettabladid.is

No comments: